Augnabliksferðir

Augnabliksferðir 2011

Gengið um náttúruparadís við rætur Vatnajökuls
Yoga kvölds og morgna


 
Ásta Arnardóttir hefur allt frá árinu 2002 stofnað til leiðangra um hálendisvíðernin og vakið athygli á fáséðum djásnum miðhálendisins. Ásta leggur áherslu á öræfaferðir þar sem fléttað er inn grunnstefum yogavísindanna um lögmál náttúrunnar. Markmið ferðanna er að efla meðvitund um náttúruvernd og mikilvægi þess að vernda lífríki jarðar. Sumarið 2011 verður gengið um náttúruparadís við rætur Vatnajökuls og Hofsjökuls. Um Jónsmessuna verður grasaferð í Núpstaðaskóg. Gengið í fögru umhverfi, jurtum safnað og fræðst um lækningmátt þeirra, búin til smyrsl og seiður. Ævintýralegt stefnumót við seiðmagn náttúrunnar, yoga og söngur. Hin ástsæla ferð "Fegurðin við Langasjó" verður farin í júlí, en náttúruvættið Lakagígar, Eldhraun og móbergshryggir frá Grænafjallgarði og norðaustur beggja vegna  Langasjávar hafa einstakt fræðslu- og vísindagildi og er talið að landsvæðið gæti komist á Heimsminjaskrá Menningarstofnunar Sameinuðuþjóðanna (UNESCO). Vakin verður athygli á Vatnajökulsþjóðgarði og mikilvægi þess að náttúruparadís við jökulrætur verði innan þjóðgarðsmarka. Merkar landslagsheildir bíða þess að verða teknar með í þjóðgarðinn þar á meðal; Langisjór, austurbakki Jökulsár á Fjöllum, Kverká, Kreppa, Kverkárnes, Kverkfjöll, Kverkfjallarani, Hrúthálsar, Flatadyngja, Kollóttadyngja, Ketildyngja. Við munum sækja heim eldfjallaþjóðgarðinn kringum Öskju og leiðangur verður gerður í hin blómlegu Þjórsárver en öll Þjórsárver, Kerlingafjöll og sandarnir í kring ættu í raun að tilheyra stórum Hofsjökulsþjóðgarði og kemur það svæði, skv. Jack D. Ives, vel til greina á heimsminjaskrá UNESCO.

Gengið verður um þessar merku náttúruminjar, landið lesið skref fyrir skref og helgað hugsjón náttúruverndar. Yoga kvölds og morgna.

Skipulagning ferða, leiðsögn og yoga Ásta Arnardóttir
Matráðskona Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarmaður.
Akstur Victor Melsted
Einnig mæta til leiks Ingibjörg Guðmundsdóttir leiðsögukona og yogakennari og Harpa Arnardóttir leikkona, Sóley Elíasdóttir leikkona og grasakona, Hilmar Örn Agnarsson organisti og kórstjóri og Björgunarsveiti Stjarnan sér um siglingu ásamt Brodda Hilmarssyni.

JÓNSMESSUDRAUMUR Í NÚPSTAÐASKÓG 3 dagar 24. - 26. júní 
Seiðmagn náttúrunnar
Yoga - kyrrðargöngur - jurtatínsla - náttúrperlur - söngur
Trúss, gist í tjöldum, fullt fæði, Brynhildur kokkar
Ásta Arnardóttir, Sóley Elíasdóttir, Harpa Arnardóttir með trúðinn Gjólu, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir sjá nánar

FEGURÐIN VIÐ LANGASJÓ 4 dagar 21. - 24. júlí
Breiðbak – Langisjór - Fögruvellir - Fagra - Ást - Fögrufjöll - Sveinstindur
Trúss, sigling, gist í tjöldum, fullt fæði, Brynhildur kokkar sjá nánar
Leiðsögn Ásta Arnardóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir

ASKJA OG KVERKFJÖLL 6 dagar 29. - 3. ágúst 
Yoga og hugleiðsla á miðhálendinu
Nánari upplýsingar væntanlegar


AÐSTANDENDUR FERÐA sjá nánar

SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR www.this.is/asta

MYNDIR www.this.is/asta

Skráning augnablik@this.is  Sími: 8626098 

 








Ofið hjá Náttúru