Íbúðin er í Neukölln við landamæri Kreuzberg á mjög góðum stað. Í hverfinu eru mörg skemmtileg veitingahús, bíó,
kaffihús, almenningsgarðar og markaðir. Örstutt er á næstu jarðlestarstöð.
Íbúðin leigist með húsgögnum og í henni er gott svefnpláss fyrir fjóra til fimm en dýnur fyrir fleiri.
Hjónarúm, tvíbreiður svefnsófi, einbreiður svefnsófi og gestarúm.
Einnig er í íbúðinni þvottavél, sími + ADSL- tenging, DVD spilari, hljómflutningstæki og sjónvarp.
Gott næði en íbúðin er staðsett í svokölluðu „Hinterhof" (bakgarði)
Í næstu götu er mjög góður og ódýr málaskóli, BSI (Berliner Sprachen Institut ).
Skólinn er staðsettur á Kottbusser Damm
Leiga
Frekari upplýsingar gefur Ósk Vilhjálmsdóttir: osk@wanderlust.is sími: 6914212



Hobrechtstraße 64